fbpx
Category

iOS

Category

iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.

Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.

Jailbreak fyrir iPad 2

Margir iPad eigendur hafa beðið í ofvæni eftir að geta jailbreak-að tækin sín. Sú bið er nú á enda, því @comex, sem er frægur fyrir fyrri jailbreak sín (Spirit og síðustu útgáfu af JailbreakMe) bjó til jailbreak sem hver sem er getur sett á iPad, iPhone 4, iPhone 3GS eða iPod Touch sem keyrir iOS 4.3.3.