fbpx
Category

Apple

Category

Cydia logo - 150x150Það gerist alltaf endrum og sinnum að við fáum fyrirspurn frá aðilum sem í sakleysi sínu vilja nota mús og lyklaborð á iPad spjaldtölvunni sinni. Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum Bluetooth lyklaborðum eru einfaldar, en svarið við hlutanum er varðar notkun á mús er alltaf það sama: „Hverju ætlarðu að stjórna með músinni?“

Ef þú átt iPad sem þú hefur jailbreakað, þá þarf þetta ekki að vera tilfellið, því nú er komin Cydia viðbót, sem gerir manni kleift að nota þráðlausa mús með iPad, sem tengist með áðurnefndri Bluetooth tækni.

iPhone 5

Hvernig líst þér á iPhone 5? Ætlarðu að fá þér iPhone 5? Af hverju? Af hverju ekki?

Þessar spurningar hafa margir heyrt eða spurt síðustu daga, því iPhone 5 er heitasta varan í heiminum um þessar mundir.

Fyrirtækið AYTM Research gerði markaðsrannsókn í samvinnu við vefmiðilinn Mashable, þar sem viðfangsefnið var staða snjallsímamarkaðarins í lok þessa árs. Niðurstaðan var þessi skýringarmynd sem birt er hér að neðan.

iphone5-gallery4-zoom

Það er fátt sem þú sérð jafn oft á hverjum einasta degi og veggfóðrið (e. wallpaper) á símanum þínum. Frá því að fyrsti iPhone leit dagsins ljós þá hafa þessar myndir allar verið í sömu hlutföllum. Það breyttist síðan með iPhone 5 símanum sem kom út fyrir stuttu síðan, þar sem að Apple tók upp á því að stækka skjáinn um hálfa tommu.