Cydia logo - 150x150Það gerist alltaf endrum og sinnum að við fáum fyrirspurn frá aðilum sem í sakleysi sínu vilja nota mús og lyklaborð á iPad spjaldtölvunni sinni. Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum Bluetooth lyklaborðum eru einfaldar, en svarið við hlutanum er varðar notkun á mús er alltaf það sama: „Hverju ætlarðu að stjórna með músinni?“

Ef þú átt iPad sem þú hefur jailbreakað, þá þarf þetta ekki að vera tilfellið, því nú er komin Cydia viðbót, sem gerir manni kleift að nota þráðlausa mús með iPad, sem tengist með áðurnefndri Bluetooth tækni.

Ef þú átt iPad sem þú hefur ekki uppfært í iOS 6, þá geturðu jailbreakað hann þessum leiðarvísi (leiðarvísirinn miðar við að útgáfa iOS 5.1.1 sé uppsettur á tækinu þínu). Síðan skaltu opna Cydia og sækja viðbótina BTC Mouse & Trackpad, sem gerir þér kleift að tengja mús við iPadinn þinn.

Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig viðbótin virkar

BTC Mouse & Trackpad fæst í Cydia Store og kostar $4.98.

Ritstjórn
Author

Write A Comment