fbpx
Category

Apple

Category

Splashtop Remote - iPad forrit - iPhone forritFlestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.

Hvort sem þú þarft að gera lítillegar breytingar í Microsoft Word, Excel eða PowerPoint eða eitthvað annars sem krefst þess að þú farir í tölvuna, þá er Splashtop Remote forrit sem þú ættir að skoða.

iphone5-gallery1-zoomMargir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.

iOS Jailbreak: Eitt af því sem er frekar pirrandi við að setja inn (og sérstaklega uppfæra) forrit úr App Store á iPhone eða iPad er að í hvert skipti þá þarftu að slá inn App Store lykilorðið þitt. Vissulega er ákveðið öryggi sem fylgir þessu, en ef þú nærð einkum í ókeypis forrit eða treystir þeim sem eru nærri þér fyrir iOS tækinu þínu, þá geturðu forðast þessa örlitlu seinkun í hvert skipti sem þig langar að svala þorstanum og ná þér í nýtt forrit.

App StoreÍ dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.

Í tilefni þessa merka dags þá eru ýmis forrit og leikir fyrir iOS (þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch) á sérstakri útsölu í dag í App Store. Leikirnir og forritin sem um ræðir má sjá með því að ýta á meira. Allir tenglar vísa manni beint í App Store búðina ef þetta er skoðað í iPhone eða iPad.