Hér að neðan eru tenglar á gamlar hugbúnaðaruppfærslur af iOS stýrikerfinu frá Apple fyrir iPhone, iPad, iPod Touch og Apple TV 2.
Gamlar útgáfur geta reynst fólki nýtilegar, einkum og sér í lagi iPhone 3G eigendum sem eru með iOS 4 uppsett á símanum, en við uppfærslu í iOS 4 þá verður iPhone 3G talsvert hægari í vinnslu.
Að neðan finnið þið tengla í allar helstu uppfærslur á iOS.

Fyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.
iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.