Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.
Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri…
Billion Dollar Hippy er nýleg heimildarmynd sem BBC sýndi á dögunum, þar sem farið er yfir ævi Steve Jobs út frá myndskeiðum af honum og viðtölum við nokkra af samstarfsmönnum hans, þ.á m. Steve Wozniak.
Búið er að setja myndina inn á YouTube, en óvíst hversu lengi myndin verður þar inni, þannig að nýttu tækifærið og vistaðu myndina á tölvunni þinni áður en myndin verður tekin út.
Í nýrri auglýsingu frá Apple má sjá sjálfan jólasveininn nota Siri til að halda utan um hvaða barn eigi að…
Samsung og Apple hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman, en Apple stendur nú í málaferlum við Samsung varðandi útlit og hönnun á Samsung Galaxy Tab, en Apple kveður fyrrnefnda tækið vera svo líkt iPad í útliti að erfitt sé fyrir leikmann að sjá muninn á þeim.
Nú skal ósagt látið hvort Samsung hafi gert þessa auglýsingu með það fyrir augum að koma höggi á Apple, en í auglýsingunni er gert góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða margar klukkustundir í biðröð eftir einni vöru, og leggja áherslu á hversu auðvelt það er að verða sér úti um Samsung síma.