fbpx

Google ChromeGoogle Chrome: Ef þér finnst þú vera að eyða allt of miklum tíma á ákveðnum vefsíðum, t.d. Facebook, þegar þú ættir að vera að vinna/læra eða gera eitthvað af viti, þá er ekki galið að gefa StayFocusd tækifæri til að sýna sig og sanna.

StayFocusd er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, lítil viðbót fyrir Google Chrome, sem er til þess fallið að maður einbeiti sér að því verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur, í stað þess að vera alltaf „bara aðeins að kíkja á Facebook“ eða eitthvað á þá leið.

Viðbótin gefur manni val, þannig að þú bæði ákveður síðurnar, og einnig hversu mikinn tíma þú vilt leyfa þér á síðunum á hverjum sólarhring. Að þessum tíma loknum þá einfaldlega kemstu ekki inn á síðurnar. Með því að fara í stillingar á viðbótinni þá geturðu samt leyft þér t.d. að nota kvöldið í að fara á þessar sömu síður,  og þá stilliru viðbótina þannig að StayFocusd sé einungis virk á milli 8:00-19:00 eða eitthvað á þá leið.

Avatar photo
Author

Write A Comment