fbpx
Category

Facebook

Category

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple,  gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.

Fyrsta breytingin er sú að ef maður kýs að deila Instagram myndum sínum á Facebook, þá fara þær allar í sérstakt albúm „Instagram Photos“ eða mögulega „Instagram myndir“ ef maður er með Facebook á íslensku.