Selective Tweets

Við höfum áður sýnt ykkur hvernig hægt er að senda inn færslur á Twitter og Facebook samtímis, með því að gefa Twitter aðgang að Facebook reikningnum þínum.

En ef þú póstar 15-20 færslum á dag á Twitter, en vilt bara setja 1-3 inn á Facebook? Í þeim tilvikum, þá kemur Selective Tweets þér til bjargar.

Selective Tweets er lítið Facebook forrit sem gerir þér kleift að senda valdar Twitter færslur á Facebook síðuna þína. Uppsetningin er sáraeinföld.

Skref 1: Ferð inn á Facebook síðu Selective Tweets.
Skref 2: Slærð inn notandanafnið þitt á Twitter
Skref 3: Bætir við hashtagginu #fb í lokin á þeim Twitter færslum sem þú vilt að birtist á Facebook.

Ritstjórn
Author

Write A Comment