Facebook - TwitterEf þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Til þess að fá Twitter og Facebook færslur saman í eina sæng skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

Skref 1: Skráðu þig inn á Twitter og farðu í Settings > Profile.

Skref 2: Þar skaltu smella á Post your Tweets to Facebook. Þegar þú smellir á þann hnapp, þá þarftu að skrá þig inn á Facebook, og gefa Twitter aðgang að Facebook reikningnum þínum.

Skref 3: Þegar þú hefur tengt þjónusturnar saman, þá skaltu hafa hakað við my Profile undir Allow Twitter to post to the wall of…

Skref 4: Búið. Nú ætti allt sem þú skrifar á Twitter (fyrir utan bein @replies) að birtast samstundis á Facebook.

Ritstjórn
Author

Write A Comment