http://youtu.be/GdZxbmEHW7M
Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.
Ef þú notar almenningssamgöngur, þá kannastu mögulega við það vandamál að skjótast út til að ná þínum vagni 20 mínútur yfir heila tímann, en vagninn kemur svo ekki fyrr en 26 mínútur yfir. Með Strætó forritinu fyrir Android þá heyra þessi vandamál sögunni til.
Android: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.
Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum