fbpx

Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.

Í Google Play búðinni verður hægt að kaupa kvikmyndir, tónlist, rafbækur og forrit, allt á sama stað. Til að byrja með mun einungis bandaríska búðin bjóða upp á allt ofangreint. Í Kanada og Bretlandi verður hægt að kaupa kvikmyndir, bækur og forrit. Í Ástralíu, bækur og forrit, og loks kvikmyndir og forrit í Japan. Í öðrum löndum verður úrvalið takmarkað við Android forrit fyrst um sinn.

Google hyggst þó færa út í kvíarnar þegar fram líða stundir og bjóða upp á kvikmyndir, tónlist og/eða bækur í fleiri löndum en það gerir nú. Nánari upplýsingar má finna á play.google.com/about

Í eftirfarandi myndbandi má svo sjá hvernig viðmótið í Google Play birtist notandanum:

 

Heimild: Google Blog
Avatar photo
Author

Write A Comment