fbpx
Tag

Apple

Browsing

Mac OS X 10.8.4

Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.

iPod touch

Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.

Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).

Steve Jobs - iPad

Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.

Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.

in-app-purchases

Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.