Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.
Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.
Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft, var nýlega í viðtali við 60 mínútur hjá CBS. Þar ræddi hann ræddi meðal annars um síðustu heimsókn sína til Steve Jobs áður en sá síðarnefndi féll frá.
Apple greindi frá því í gær að búið væri að sækja yfir 50 milljarða forrita úr App Store búðinni, en búðin var sett á laggirnar árið 2008.
Apple hefur gefið út iOS 6.1.4, sem er lítil uppfærsla fyrir iPhone 5.
Apple mun kynna nýja línu af Mac Pro tölvum á næstunni, samkvæmt heimildum Mac Daily News, og er talið líklegt að tölvan verði kynnt í þessum eða næsta mánuði.
Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.
Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.
FixYa hefur að geyma eitt stærsta safn af spurningum og svörum notenda um ýmis málefni. Fyrir stuttu síðan tók vefurinn saman fyrirspurnir notenda varðandi varðandi snjallsíma þeirra, og flokkuðu þær eftir framleiðanda.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.3 sem lagfærir villur sem gerði notendum kleift að í komast fram hjá Passcode á iPhone símum. Samhliða þessari uppfærslu þá gaf fyrirtækið út Apple TV 5.2.1 og er því hætt að votta (e. signing) Apple TV útgáfu 5.2.
Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.
Ef Apple myndi skipta stórveldi sínu niður í smærri fyrirtæki fyrir iPhone, iPad og Mac, þá væri „iPad“ ellefta stærsta tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, samkvæmt niðurstöðum Toni Sacconaghi hjá Bernstein Research.