fbpx

iPod touch

Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.

Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).

Í kjölfar þessarar kynningar greindi tæknibloggarinn Jim Dalrymple frá því að Apple hafi nú selt yfir 100 milljón iPod touch spilara frá því hann kom fyrst á markað árið 2007.

Heimild: The Loop
Avatar photo
Author

Write A Comment