fbpx

Mac Pro

Apple mun kynna nýja línu af Mac Pro tölvum á næstunni, samkvæmt heimildum Mac Daily News, og er talið líklegt að tölvan verði kynnt í þessum eða næsta mánuði.

Mac Pro var tekin af Evrópumarkaði 1. mars vegna þess að tölvan uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar Evrópusambandsins, þannig að telja má fullvíst að ný og betri Mac Pro muni uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Reglugerðin kveður á um að tölvur þurfi að hafa viss tengi, sem Mac Pro hafði ekki.

Mac Pro tölvan fékk síðast örlitla andlitslyftingu síðasta sumar, þegar tölvan kom með nýjum og betri örgjörva og meira vinnsluminni, en það vakti athygli að ekkert Thunderbolt tengi fylgdi tölvunni, né heldur USB3 port eða hraðara SATA tengi.

Mac Pro tölvan er dýrasta varan sem Apple framleiðir, en ódýrasta gerð tölvunnar kostar meira en hálfa milljón hérlendis. Tölvan er vinsæl hjá aðilum sem vinna við grafíska hönnun, kvikmyndir og tónlist, og því má oft sjá glitta í tölvurnar á auglýsingastofum og framleiðslufyrirtækjum.

Avatar photo
Author

Write A Comment