Með Apple TV útgáfu 5.2 (sem er hliðstæð iOS 6.1) þá kom stuðningur við Bluetooth lyklaborð, sem einfaldar notendum leit að myndum, þáttum og öðru slíku á spilaranum.
Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.
Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.2 sem lagfærir villur í stýrikerfinu varðandi Microsoft Exchange tölvupóstþjónustuna og rafhlöðunotkun. Jailbreak aðdáendum nær…
iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á markað í apríl 2010. Fyrirtækið sér samt ástæðu til að auglýsa spjaldtölvuna í fjölmiðlum, og hefur nú sent frá sér tvær auglýsingar sem fyrirtækið telur að sælkerar fegurðarinnar.
Í auglýsingunum tveimur eru ýmis forrit í sviðsljósinu, sem sýna hvaða möguleikar sem eru í boði fyrir iPad og iPad mini eigendur.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple sendi fréttatilkynningu frá sér í gær, þar sem uppfærð útgáfa af Macbook Pro Retina var kynnt til sögunnar.
Í fréttatilkynningunni segir að dýrari gerðir tölvunnar fá aðeins hraðari örgjörva (þ.e. 2,6 GHz í staðinn fyrir 2,5 GHz), auk þess sem tölvan mun lækka í verði.
Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.
Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að íhuga gerð snjallúrs samkvæmt heimildum New York Times. Blaðið greindi frá því að Apple hefði íhugað framleiðslu úrsins árið 2011, en sett verkefnið á ís af ónefndum ástæðum.
Apple úrið myndi nýta sér Bluetooth 4.0 þráðlausa tækni til að tengjast iPhone síma, sem gæti m.a. sýnt skilaboð og tölvupóst án þess að taka þyrfti símann úr vasanum. Snjallúrið myndi vera gert úr sveigjanlegu gleri, og myndi keyra iOS stýrikerfið.
Phil Schiller, markaðsstjóri Apple, greindi frá því í viðtali við bandaríska tímaritið TIME, að samkeppnisaðilar Apple væru hræddir við að segja skilið við gamla fylgihluti eins og geisladrif.
Schiller segir að tölvunotendur í dag noti varla geisladrif í dag, enda vakti það nokkra athygli þegar Apple kynnti nýja iMac borðtölvu á í októbermánuði á síðasta ári, sem er ekki með geisladrif.
Ef þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.
Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple á meira lausafé en ríkissjóður Bandaríkjanna, en samkvæmt nýjustu tölum þá á fyrirtækið 137 milljarða dollara í lausafé, sem samsvarar tæplega 17,4 billjónum (17.400 milljörðum) íslenskra króna.
Apple virðist vera nokkurs konar Jóakim aðalönd í fyrirtækjaheiminum, og gerir ekki mikið við peninginn. Í eftirfarandi skýringarmynd frá Master-Business-Administration má sjá hvernig fyrirtækið ver lausafé sínu.
Mac Pro borðtölvan frá Apple mun fara af Evrópumarkaði frá og með 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir brotthvarfi tölvunnar er ekki vegna óvinsælda hennar, heldur vegna þess að tölvan uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar frá Evrópusambandinu sem tekur gildi eftir tæpan mánuð.