fbpx

apple-tv-bluetooth-keyboard

Með Apple TV útgáfu 5.2 (sem er hliðstæð iOS 6.1) þá kom stuðningur við Bluetooth lyklaborð, sem einfaldar notendum leit að myndum, þáttum og öðru slíku á spilaranum.

Bluetooth stuðningur er takmarkaður við Bluetooth lyklaborð (en ekki fjarstýringar). Til þess að tengja Bluetooth lyklaborð við Apple TV þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

[pl_label type=“important“]Athugið[/pl_label] Nauðsynlegt er að vera með Apple TV útgáfu 5.2 til að tengja Bluetooth lyklaborð við Apple TV.

Skref 1

Kveiktu á lyklaborðinu og gakktu úr skugga um að það geti tengst öðrum tækjum. Svo dæmi sé tekið, þá blikkar LED ljósið á Apple lyklaborðinu ef það er í slíkum ham (þ.e. ef lyklaborðið er „discoverable“)

Skref 2

Nú skaltu kveikja á sjónvarpinu og skipta yfir Apple TV-ið. Þar skaltu fara í Settings > General > Bluetooth

Apple TV - Bluetooth lyklaborð

Skref 3

Veldu lyklaborðið þitt úr listanum

Apple TV Bluetooth 2

Skref 4

Á þessum tímapunkti biður Apple TV-ið þig um að slá inn fjögurra stafa kóða til að para lyklaborðið við Apple TV spilarann. Þegar kóðinn birtist á skjánum þá skaltu slá hann inn á lyklaborðinu, og ýta síðan á Enter (eða vendihnappinn).

Apple TV Bluetooth 3

Skref 5

Apple TV spilarinn ætti nú að staðfesta að tækin séu tengd saman

Apple TV Bluetooth 4

Avatar photo
Author

2 Comments

  1. Takk fyrir þetta. En áður en ég fjárfesti í bluetooth borði langar mig að spyrja hvort þetta virki inn í alla þætti apple tv-insins, ekki bara itunes, heldur líka annarar þjónustu?

    • Þetta mun líka virka í Netflix, Hulu Plus, YouTube o.s.frv. ef þú ert að spá í því.

      Við höfum ekki enn skoðað hvort þetta muni virka á forritum sem ekki er hægt að nota nema búið sé að framkvæma jailbreak á Apple TV, líkt og XBMC og Plex, en höldum þó að svo sé.

Write A Comment