fbpx
Tag

Apple

Browsing

Gigabit Wi-Fi

Talið er að Apple sé nú að semja við netkortaframleiðandann Broadcom um framleiðslu á netkortum sem styðja þráðlausa dreifingu eftir IEEE 802.11ac staðlinum, og gengur í daglegu tali undir nafninu 5G Wi-Fi.

Með 5G Wi-Fi mun flutningsgetan á þráðlausum staðarnetum aukast gífurlega, en hámarkshraði á 802.11n beinum (e. router) í dag er 450Mbps. Áætluð flutningsgeta 5G Wi-Fi er talin vera 1,3Gbps.

iOS 6 - jailbreakiOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.

Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.

iPhone 5 unlocked

Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.

Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.

Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.

Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.