Fyrr í dag þá kynnti Apple 128GB útgáfu af fjórðu kynslóðar iPad (eða iPad 4).
Talið er að Apple sé nú að semja við netkortaframleiðandann Broadcom um framleiðslu á netkortum sem styðja þráðlausa dreifingu eftir IEEE 802.11ac staðlinum, og gengur í daglegu tali undir nafninu 5G Wi-Fi.
Með 5G Wi-Fi mun flutningsgetan á þráðlausum staðarnetum aukast gífurlega, en hámarkshraði á 802.11n beinum (e. router) í dag er 450Mbps. Áætluð flutningsgeta 5G Wi-Fi er talin vera 1,3Gbps.
iOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.
Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.
Apple leggur áherslu á Do Not Disturb möguleikann í nýrri sjónvarpsauglýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér.
Auglýsingin, Dream, sýnir hvernig iPhone passar upp á enginn trufli þig ef þú vilt eiga róleg stund á meðan þú sefur eða vilt fá smá pásu frá iPhone símanum þínum.
Eigendur iPhone 5 og iPad mini sem eru með Settings á fyrsta eða öðru skjáborði hafa eflaust tekið eftir því að uppfærsla er komin fyrir tækin þeirra.
Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple virðist ekki geta framleitt iMac tölvunnar eins hratt og þeir vonuðust eftir, því fyrirtækið er búið að seinka afhendingartíma á 27 tommu iMac þangað til í janúar á næsta ári.
Ef þú kaupir iPhone 5, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, þá þarf símafyrirtækið sem þú ert hjá að standast kröfur sem Apple setur varðandi LTE þjónustu.
Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.
Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.
Í gær gaf Apple út gífurlega útgáfu af iTunes margmiðlunarforritinu sem allir iPhone og iPad eigendur þekkja. iTunes 11 kemur með gjörbreyttu viðmóti auk nokkurra nýrra eiginleika sem vert er að geta.
Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.
Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.