iPhone/Jailbreak: Ef þú ert með aflæstan iPhone síma (sjá eftirfarandi grein um muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) og hefur uppfært í iOS 5.0.1. (án þess að uppfæra baseband útgáfuna) þá má vera að þú fáir ýmist „No SIM card installed“ eða „No Service“ uppi í vinstra horni símans, þar sem merki þíns þjónustuaðila ætti að birtast, ásamt styrkleika merkisins.
Ef þú hefur jailbreak-að iOS tæki (iPhone, iPad, iPod Touch) á iOS 5.0.1 símann þinn, þá getur vel verið að iBooks virki ekki á tækinu þínu, sem er skiljanlega heldur hvimleitt. Einföld lausn er við þessu, sem krefst þess að þú SFTP-ir inn á tækið þitt.
Til þess að laga bilað iBooks á iOS 5.0.1 eftir jailbreak þá þarftu að gera eftirfarandi:
iOS 5 og Jailbreak: Ef þú ert með iOS 5 uppsett á þínum iPhone, iPad eða eða iPod Touch, þá veistu mögulega að innbyggður stuðningur við Twitter fylgir stýrikerfinu.
Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.
Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.
Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.
iPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.
Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.