Android notendur, til hamingju með daginn. Spurningaleikurinn QuizUp, sem þið hafið eflaust heyrt iOS vini ykkar tala um undanfarna mánuði, er kominn út á Android.
http://vimeo.com/68765934
Samfélagsmiðillinn Instagram er ekki lengur bara ljósmyndamiðill, en nýlega kynnti fyrirtækið stuðning fyrir innsendingu myndbanda, eins og virkir notendur hafa eflaust tekið eftir.
365 miðlar hafa gefið út sérstakt Fréttablaðsforrit fyrir Android og iOS, en Fréttablaðið er vinsælasta fríblað landsins eins og flestir vita eflaust.
Bandaríska tæknifyrirtæki Google ýtti tónlistarveitunni Google Play All Music Access úr vör í gær, en fyrirtækið kynnti þessa afurð sína á Google I/O ráðstefnunni í gær.
Í gær færði Google heiminum uppfærslu af tveimur helstu Android forritum fyrirtækisins, Google+ og Google Play Music.
Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.
Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.
http://youtu.be/GdZxbmEHW7M
Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.