fbpx
Tag

Google Play

Browsing

Riff logoReykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.

http://youtu.be/GdZxbmEHW7M

Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.