fbpx
Tag

Heimilisráð

Browsing

Það kannast margir við það að hafa keypt tiltölulega ódýra sköfurakvél, en reka svo upp stór augu þegar rakvélarblaðið er orðið lélegt, og 4-5 ný rakvélarblöð kosta meira en vélin sjálf. Svipuð aðferð er einnig notuð t.d. af framleiðendum bleksprautuprentara, þar sem prentararnir sjálfir eru oft einungis tvöfalt dýrari en blekhylkin í þá.

Með því að brýna rakvélarblöðin sjálfur, þá geturðu aukið líftíma hvers blaðs um 1-2 mánuði, þannig að heildarkostnaður í rakvélarblöð eru einungis 2000-3000 kr. á ári.

Nýr liður, Heimilisráð, er að byrja hér á Einstein.is, sem miðar að því að koma með ýmis ráð sem ekki tengjast tækni og tölvum (annaðhvort lítið eða ekki neitt), en miða þó að því að gera daglegt líf manns auðveldara eða þægilegra með einhverju móti.

Liðurinn verður prófaður í einhvern tíma, og síðan ákvörðun tekin um áframhald hans eftir því hver viðbrögðin verða

Fyrsta færslan í þessum lið er eftirfarandi myndband, sem sýnir hvernig maður getur gert ýmsa hluti mun hraðar en flestir gera þá. Ber þar að nefna hluti eins og að brjóta saman boli, skræla kartöflur, taka skurn af eggi, búa til sorbet ís á svipstundu og fleira.