
Eins og einhverjir eigendur iOS tækja tóku eflaust eftir, þá gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu í gær.
Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, ber þar hæst að nefna „No Service“ villuna. Villan olli því að iPhone símar sem voru á svæði með litlu eða engu sambandi áttu í erfiðleikum með að tengjast farsímaneti að nýju.
Ef maður ætti að nefna tvennt sem iOS 6 notendur kvarta mest undan, þá er það annars vegar Apple Maps, og hins vegar sú staðreynd að App Store er hægari hjá flestum heldur en hún var í eldri útgáfum af iOS.
