Undanfarin ár hefur samskiptaforritið Viber verið meðal þeirra vinsælustu í sínum flokki, fyrst á iPhone og síðar Android, Windows Phone og Blackberry. Forritið er einfalt og gerir notendum kleift að hringja símtöl og senda skilaboð án endurgjalds.
Google+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.
Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.
iOS: Þeir sem hafa hlustað á Kanye West (eða hip-hop almennt) undanfarin ár þekkja eflaust Auto-Tune tæknina, en hún lagfærir rödd söngvarans þannig að hún hljómi í réttri tóntegund. Tæknin er þó ekki svo öflug að Auto-Tune sé beitt án ummerkja, en í flestum tilvikum þá fer það ekki á milli mála þegar hlustað er á flutning söngvara hvort Auto-Tune hafi verið beitt eða ekki.
iOS / Android: Þrátt fyrir að App Store og Google Play virðist vera með óendanlegt úrval forrita, þá kemur það alltaf fyrir endrum og sinnum að ný forrit verða vinsæl á skotstundu. Draw Something er eitt þeirra.