fbpx

Viber Desktop

Undanfarin ár hefur samskiptaforritið Viber verið meðal þeirra vinsælustu í sínum flokki, fyrst á iPhone og síðar Android, Windows Phone og Blackberry. Forritið er einfalt og gerir notendum kleift að hringja símtöl og senda skilaboð án endurgjalds.

Síðastliðinn þriðjudag þá hófst nýr kafli í sögu fyrirtækisins, þegar Viber kynnti Windows og Mac útgáfu af forritinu, og ber heitið Viber Desktop.

Viber er með yfir 200 milljón skráða notendur, og helmingur þeirra nota þjónustuna reglulega (þ.e. tengjast Viber a.m.k. einu sinni í mánuði). Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá litla kynningu á Viber Desktop forritinu.

Auk Viber Desktop, þá fengu iOS og Android forritin væna uppfærslu. Þannig býður forritið loks upp á miðlun miðlun videóskilaboða, auk þess sem notendur geta flutt símtöl sín úr snjalltækjum sínum yfir í Viber Desktop.

Android útgáfa forritsins er líka loks laus við þetta „iPhone viðmót“ ef svo má að orði komast, og er nú hannað með Holo viðmótið í huga sem Android notendur dá og dýrka.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment