Apple hefur gefið út iOS 6.1.4, sem er lítil uppfærsla fyrir iPhone 5.
Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.
Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins. Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.
Með iOS 6 koma margar nýjungar. Breytt miðlun auglýsinga er þar á meðal, sem gerir auglýsendum kleift að kaupa auglýsingar sem birtast einungis notendum á ákveðnum svæðum.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.3 sem lagfærir villur sem gerði notendum kleift að í komast fram hjá Passcode á iPhone símum. Samhliða þessari uppfærslu þá gaf fyrirtækið út Apple TV 5.2.1 og er því hætt að votta (e. signing) Apple TV útgáfu 5.2.
Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.
Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.
„Jæja, í dag ætla ég sko að setja tónlist inn á iPodinn minn“.
Þetta hefur maður tautað eins og einhver þvílík þrekraun sé í vændum. Staðreyndin er samt sú að margir nenna ekki að tengja iPhone, iPad eða iPod spilarann við iTunes bara til þess eins að setja fáein lög á tækið.
Ef þú notar XBMC í tölvu, iPad (sem búið er að framkvæma jailbreak á) eða á Apple TV, þá eru til nokkrar leiðir til að hafa meiri stjórn á forritinu heldur en með því að nota hefðbundið lyklaborð eða Apple TV fjarstýringuna.
Fyrir stuttu sýndum við hvernig hægt er að stjórna XBMC úr hefðbundnum netvafra, en einnig er hægt að nota ýmis forrit til verksins.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.2 sem lagfærir villur í stýrikerfinu varðandi Microsoft Exchange tölvupóstþjónustuna og rafhlöðunotkun. Jailbreak aðdáendum nær…
Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.