fbpx
Tag

iOS

Browsing

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

iOS 6.0.1

Eins og einhverjir eigendur iOS tækja tóku eflaust eftir, þá gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu í gær.

Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, ber þar hæst að nefna „No Service“ villuna. Villan olli því að iPhone símar sem voru á svæði með litlu eða engu sambandi áttu í erfiðleikum með að tengjast farsímaneti að nýju.

Microsoft OfficeBandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins The Verge.

Petr Bobek, vörustjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tékklandi. Áætlaður útgáfudagur Office pakkans er fyrir mars 2013. Sérstök fyrirtækjaútgáfa af Office pakkanum mun svo koma út í desember 2013.

App Store - iOS 6Ef maður ætti að nefna tvennt sem iOS 6 notendur kvarta mest undan, þá er það annars vegar Apple Maps, og hins vegar sú staðreynd að App Store er hægari hjá flestum heldur en hún var í eldri útgáfum af iOS.

iOS notendum til ánægju þá er hægt að bæta úr þessu með einföldu ráði.

Airrprint - EinsteinMac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.

Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

Sérstakt YouTube forrit komið

Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.

YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit. 

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.