fbpx
Tag

iOS 5

Browsing

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.

Siri Assistant

Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.

Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.

iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.

Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.

Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.