fbpx

Google Chrome iOSGoogle Chrome vafrinn fyrir iOS fékk hressa uppfærslu í gær, en með uppfærslunni er nú hægt að skoða vefsíður í fullum skjá (e. full screen) á iPhone og iPod touch. Tækjastikan birtist þá notendum þegar þeir skruna (e. scroll) niður með fingrinum.

Önnur breytingin er sú að nú er hægt að vista síður beint úr forritinu sem PDF skjöl á Google Drive.

Til þess að vista vefsíður beint á Google Drive þá þuraf aðilar fyrst að innskrá sig á Google reikninginn sinn í Chrome forritinu. Að því búnu þarf að velja Print, velja þar Google Cloud Print, fara aftur í Printer (efst í vinstra horninu) og síðan smella á Save to Google Drive. Þá birtist „Sending Print Job“ í skamma stund, og vefsíðan því „útprentuð“ á Google Drive svæðinu þínu.

Í þessu litla myndbandi fyrir neðan má sjá hvernig vefsíðan er vistuð beint í Google Drive

[pl_video type=“youtube“ id=“QoQsm-bP6Ss“]

Avatar photo
Author

Write A Comment