fbpx

Pomodoro aðferðin Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.

Hvað er Pomodoro aðferðin?

Pomodoro aðferðin (e. Pomodoro technique) er vinsælt fyrirbæri sem hjálpar aðilum að skipuleggja sig betur og afkasta meiru. Markmið Pomodoro aðferðarinnar er að skipta lærdómi eða annarri vinnu niður í 25 mínútna tarnir. Eftir hverja törn færðu einn tómat (e. pomodoro) og þá máttu verðlauna þig með fimm mínútna pásu.

 Pomodoro Timer

TIl að beita Pomodoro aðferðinni þá þarftu að fylgja þessum fimm skrefum: 1. Veldu verkefni. 2. Stilltu klukku á 25 mínútur. 3. Einbeittu þér að ákveðnu verkefni í 25 mínútur, þannig að ekki kíkja á samskiptamiðla, tölvupóst eða annað á þeim tíma. 4. Eftir 25 mínútur þá færðu tómat og mátt taka 5 mínútna pásu. 5. Eftir fjóra tómata þá máttu taka aðeins lengri pásu (þó ekki lengri en 15-20 mínútur).

Hvernig hjálpar þetta mér?

Rannsóknir hafa sýnt að með því að skipta verkefnum í litlar tarnir þá nái einstaklingar aukinni einbeitingu, og minni líkur séu á því að hugurinn fari að reika. Í Pomodoro aðferðinni eru pásurnar eru tíðar en stuttar, sem hægt er að nýta í salernisferðir, innlit á samfélagsmiðla eða jafnvel til að næla í einn kaffibolla.

Einstaklingar líka frekar standast þá freistingu að kíkja á Facebook, Twitter, svara tölvupósti eða slæpast með einum eða öðrum hætti.  Ástæðan er sú að margir gera leik úr því við sjálfan sig, hvort þeir geti ekki örugglega klára 25 mínútna törn og taka þá stutta pásu.

Tæki og tól til sem hjálpa manni að beita Pomodoro aðferðinni

Simple Timer - PomodoroÝmsar lausnir eru til fyrir flest stýrikerfi og snjallsíma, ef þig langar að byrja að beita aðferðinni strax í dag.

Ef þú ert með iPhone eða iPad við hendina þá geturðu náð í 30/30 forritið til að nýta tímann betur ekki seinna en núna. Mikið úrval er líka í Google Play búðinni fyrir Android, og ber þar helst að nefna forritið Pomodroido.

Chrome notendur geta fundið ýmsar Pomodoro klukkur fyrir vafrann með því að leita að „Pomodoro“ í Chrome Web Store. Úrvalið virðist þó vera öllu minna fyrir Firefox notendur.

Focus Booster er vinsælt og ókeypis forrit sem byggir á Adobe Air, þannig að forritið virkar jafnt á PC og Mac.

Annað vinsælt forrit á Mac er Pomodoro Timer sem kostar $2.99 í Mac App Store. Hér fyrir neðan má svo sjá lítið myndband þar sem Greg Head hjá O’Reilly TV kynnir Pomodoro aðferðina. http://youtu.be/cH-z5kmVhzU

Avatar photo
Author

Write A Comment