fbpx
Tag

iPhone

Browsing

iPhone 5S

Sumarið 2007 gaf Apple út fyrstu útgáfu sína af iPhone snjallsímanum. Sumir hlógu að símanum, en viðtökurnar voru annars almennt góðar. Eitt er þó víst að frá útgáfu símans þá hefur hann farið sigurför um heiminn, og gjörbylti framleiðslu snjallsíma út um allan heim.

Rúmum sex árum síðar þá mun opinber sala á símanum hefjast hérlendis, en Vodafone, Nova og Síminn hafa náð samningum við Apple um að selja símann beint.

iMessage hrekkur

Flestir iPhone eigendur kannast við táknið sem birtist þegar tveir eða fleiri aðilar eru að senda smáskilaboð sín á milli, og gefur til kynna að aðilinn sé að rita skilaboð. Hér ætlum við að sýna lítinn og saklausan hrekk sem hægt er að framkvæma í iMessage samtali.

Gylltur iPhone

Í byrjun næsta mánaðar mun Apple kynna næstu kynslóð af iPhone símanum geysivinsæla, og nú hafa þær fréttir borist að Apple muni bjóða iPhone 5S í svörtum, hvítum og gylltum lit.

Tæknivefurinn AllThingsD hefur staðfest þessa orðróma, sem eru taldir hafa nokkuð góða heimildarmenn hjá Apple.

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.