iPhone 5S

Sumarið 2007 gaf Apple út fyrstu útgáfu sína af iPhone snjallsímanum. Sumir hlógu að símanum, en viðtökurnar voru annars almennt góðar. Eitt er þó víst að frá útgáfu símans þá hefur hann farið sigurför um heiminn, og gjörbylti framleiðslu snjallsíma út um allan heim.

Rúmum sex árum síðar þá mun opinber sala á símanum hefjast hérlendis, en Vodafone, Nova og Síminn hafa náð samningum við Apple um að selja símann beint.

iPhone hefur vitaskuld verið fáanlegur hérlendis um langa hríð, en það hefur ávallt verið eftir ýmsum krókaleiðum og fyrir vikið haft áhrif á verð símans, eins og greint var frá í þessari skýringargrein.

Frá 2007 og þar til nú hafa verslanir á borð við Epli, iStore, Macland og iSíminn auk fjarskiptafyrirtækja keypt iPhone síma af aðilum á yfirverði svo síminn sé fáanlegur hérlendis.

Vodafone, Nova og Síminn hafa greint frá því að samningum hafi verið náð við Apple. Fyrirtækin eru orðnir viðurkenndir söluaðilar iPhone síma sem leiðir til mikillar verðlækkunar hérlendis, þar sem símarnir koma nú hingað til lands beint frá Apple.

iPhone 5S mun kosta frá 109.990 kr, iPhone 5C frá 94.990 kr. og loks mun iPhone 4S kosta 69.990 kr. Verðið er það sama hjá báðum aðilum, og hugsanlega verð sem Apple leggur upp með.

Author

Write A Comment