Notendur skráarskiptaforrita kaupa 30% meira af tónlist heldur en þeir sem nota slík forrit ekki. Rannsókn á vegum Columbia háskóla í New York og tæknifyrirtækisins Google.
Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.
Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).