fbpx

Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.

Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).
Til þess að gera það, þá skaltu kíkja fylgja þessum skrefum:

Skref 1: Farðu inn á Netflix.com í tölvunni þinni og skráðu þig inn. Þegar innskráning hefur tekist þá skaltu smella á Your Account.

Netflix - forsíða

Skref 2: Þarna skaltu finna Your Streaming Plan sem ætti að vera vinstra megin á skjánum. Í þeim lið skaltu svo smella á Manage video quality (UPPFÆRT:) Playback settings.

Netflix - bandvídd

Skref 3: Hér geturðu svo valið hvernig þú vilt stilla gæðin.

netflix-bandvidd-auto

Skref 4: Prófaðu að fylgjast með gagnamagninu næstu daga ef þú breytir þessu í Medium eða Low til að vera viss um að breytingarnar séu að skila sér. Ef þér finnst gæðin vera ófullnægjandi, þá geturðu auðvitað breytt þessu aftur í Auto eða High.

Avatar photo
Author

5 Comments

  • Okkur skilst að stillingar eigi við um öll tæki sem nýta Netflix, en getum þó ekki staðfest það.

   Lásum einmitt eina umfjöllun notanda sem kvað gæðatap vera lítið sem ekkert á iPad eftir að hann breytti stillingunum úr Best yfir í Good.

 1. marksauunnviarsson Reply

  Èg er með chromecast. Munu þessar stillingar breyta gæðunum í því tæki?

 2. Þórður Arnar Árnason Reply

  Ég breytti hjá mér og þetta er ennþá alveg eins og þegar þetta var í low, varla hægt að horfa á þetta svona..Veit einhver hvað það gæti verið?

  • Hvernig er nettengingin þín annars? Netflix reynir nefnilega alltaf að aðlaga sig að nettengingunni, þannig að þú færð myndefnið í verri gæðum, svo þú lendir síður í „Buffering“ vandamálum.

   Er þetta ennþá vandamál?

Write A Comment