fbpx

Rannsókn: BitTorrent notendur kaupa meiri tónlist en aðrir

Notendur skráarskiptaforrita kaupa 30% meira af tónlist heldur en þeir sem nota slík forrit ekki. Rannsókn á vegum Columbia háskóla í New York og tæknifyrirtækisins Google.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki síst vakið mikla athygli vegna þess að fólk tengir skráarskiptaforrit (sem oftast eru kennd við BitTorrent tæknina) almennt við ólöglega dreifingu á höfundaréttarvörðu efni.

Viðhorf einstaklinga varðandi deilingu efnis með vinum og vandamönnum var einnig kannað. Þar kom fram að 80% þátttakenda fannst ekkert athugavert við deilingu efnis með fjölskyldumeðlimum, og 60% yfir sama verknað þegar vinir eiga í hlut. Mjög lítill hluti þátttakenda, eða 4-15%, sagðist styðja deilingu á höfundaréttarvörðu efni með almenningi.

Tónlistarsafn
Samanburður á tónlistarsafni notenda í Bandaríkjunum annars vegar og Þýskalandi hins vegar. Skipt eftir því hvort einstaklingar nota skráarskiptaforrit eða ekki.

Sumir telja að af þessu megi ráða að skráarskipti stuðli jafnvel að frekari sölu á tónlist, ólíkt því sem samtök tónlistar og eigenda flutningsréttar hafa haldið fram bæði hérlendis og erlendis.

Í því sambandi er vert að geta þess að á sama tíma og fjölmiðlar fluttu fréttir af áhrifum niðurhals á tónlistarsölu, þá tók  tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sig til og sló met í plötusölu með breiðskífunni Dýrð í dauðaþögn, en platan er söluhæsta frumraun íslensks tónlistarmanns frá því mælingar hófust. Í lok árs 2012 hafði Ásgeir Trausti selt meira en 22.000 eintök af plötunni sinni.

Áhugasamir geta skoðað niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni með því að smella á tengilinn fyrir neðan.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment