Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.
Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.