fbpx

Apple TV

Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.

Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.

Apple TV 2 kom á markað í september 2010. Apple TV 3 var svo kynntur í mars 2012, og flestir töldu að það sama væri uppi á teningnum, einfalt og þægilegt jailbreak eins og var tilfellið með forverann. Það var því miður ekki raunin.

Stuttu eftir að Apple kynnti Apple TV 3 til sögunnar (17. mars 2012), þá skrifaði iOS forritarinn og jailbreak sérfræðingurinn MuscleNerd eftirfarandi færslu á Twitter:

 

 

Ástæðan fyrir þessu er sú að Apple TV á ekki mikið sameiginlegt með öðrum iOS tækjum, þannig að þegar snjallir forritarar finna glufur í iOS stýrikerfinu sem gera manni kleift að framkvæma jailbreak, þá hefur ekki enn verið hægt að nýta þær til að jailbreak-a Apple TV 3.

Tæpu ári eftir ofangreinda Twitter færslu þá voru orðrómar á kreiki um nýtt jailbrek (Evasi0n jailbreak-ið), og fljótlega bárust þær fréttir að  jailbreak-ið myndi styðja öll iOS tæki nema Apple TV 3. Aftur tjáði MuscleNerd sig um stöðu mála, og sagðist halda að einhverjar glufur væru að finna í Photo Stream sem nýta mætti til að framkvæma jailbreak.

 

Niðurstaða

Nú er Apple TV 3 búið að vera meira en eitt ár á markaði og ekkert jailbreak komið fyrir spilarann. Það sem verra er, þá eru engin teikn á lofti um að jailbreak sé væntanlegt.

Enn fremur, þá beinir Apple nú kröftum sínum að þróun iOS 7 og Mac OS X 10.9, og því er ólíklegt að jailbreak verði gefið út fyrir litla uppfærslu af iOS stýrikerfinu. Þegar öryggisglufa finnst sem hægt er að nýta til að framkvæma jailbreak, þá er hún geymd fyrir stóra uppfærslu af iOS stýrikerfinu því Apple lokar glufunni í kjölfarið.

Þangað til jailbreak fyrir Apple TV 3 kemur, þá viljum við benda lesendum á eftirfarandi færslu okkar um hvernig hægt er að nota Apple TV á Íslandi.

Author

5 Comments

    • Nei þetta er ekki raunverulegt. Frá því að iPhone síminn kom fyrst á markað árið 2007 þá hefur jailbreak alltaf verið ókeypis

      Miðað við stuttan lestur á síðunni þá getur verið að þetta miði að því að framkvæma hefðbundið jailbreak, en það myndi þá vera gert með sama hætti og skv. leiðarvísum hér á Einstein.is, sjá t.d. nokkra leiðarvísa á http://einstein.is/tag/jailbreak-leidarvisir/

  1. Óskar Örn Reply

    Er hægt að jailbreak-a ATV-2 sem er apple-tv sofware 7.2?

Write A Comment