Tag

Rafbækur

Browsing

kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

readmill-iphone3
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.

Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).

Emma rafbókagjöf

Í gær fengu allir grunnskólanemar á landinu að gjöf átta rafbækur sem þeir geta sótt ótakmarkað. Það er rafbókaveitan emma.is og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem standa að bókagjöfinni, en markmiðið með gjöfinni er að hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.

Helsti hvati verkefnisins eru nýlegar kannanir, sem hafa sýnt að ungt fólk í dag lesi minna en á árum áður.