fbpx
Tag

Skýringarmynd

Browsing

Fáir vita, að fjöldinn allur af fólki sérhæfir sig í því að kaupa upp .com á stöðluðu verði ($9.95 fyrir árið), vonast til að lénið verði eftirsótt og selja það svo á okurverði mánuðum eða árum síðar. Margir hafa því velt fyrir sér hversu mikið þeir hefðu getað grætt með því að kaupa lén á borð við pepsi.com eða eitthvað álíka

Í skýringarmyndinni hér fyrir neðan, sem tölfræðifyrirtækið Statista tók saman, er litið aðeins yfir farinn veg og 27 ára saga .com lénanna skoðuð.

Síðastliðið haust þá framkvæmdi vöktunarfyrirtækið Netbase rannsókn, þar sem færslum á samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter o.s.frv.) var safnað saman, til að komast að því hvað bæði karlar og konar vildu ofar öllu öðru.

Fyrirtækið skoðaði 27 milljarða færslna á einu ári, og tók saman eftirfarandi skýringarmynd. Teknar voru saman færslur á ensku sem höfðu að geyma yfirlýsingar á sniðinu „I want X“ eða mig langar í X, og út frá slíkum færslum greindu þeir hvað vinsælast var meðal kynjanna.

Einungis 2 mánuðir eru liðnir af árinu 2012, en spekingar eru þegar farnir að spá því að Pinterest verði sá samfélagsmiðill sem muni hvað helst ryðja sér til rúms á árinu.

Fyrirtækið Lemon.ly tók saman helstu upplýsingar um fyrirtækið, notendur þess og margt fleira, og birti niðurstöður sínar í eftirfarandi skýringarmynd:

895 milljón einstaklingar nota Facebook mánaðarlega. Twitter er með u.þ.b. 11% af virkum notendum, eða 100 milljón, og Google+ rekur lestina af þremur stærstu samfélagsmiðlunum með u.þ.b. 90 milljón notendur.

Fyrirtækið Beyond framkvæmdi á dögunum markaðsrannsókn, þar sem markmiðið var að skoða hvernig fólk deilir efni á netinu, og einnig hvers konar efni fólk er að deila.