895 milljón einstaklingar nota Facebook mánaðarlega. Twitter er með u.þ.b. 11% af virkum notendum, eða 100 milljón, og Google+ rekur lestina af þremur stærstu samfélagsmiðlunum með u.þ.b. 90 milljón notendur.

Fyrirtækið Beyond framkvæmdi á dögunum markaðsrannsókn, þar sem markmiðið var að skoða hvernig fólk deilir efni á netinu, og einnig hvers konar efni fólk er að deila.

Í skýringarmyndinni sem fylgir má sjá niðurstöður rannsóknarinnar, sem hafa að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar um hvernig einstaklingar deila efni á netinu. Að endingu er spáð er fyrir um hvernig fólk mun deila efni á netinu í framtíðinni.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment