fbpx
Tag

SMS

Browsing

Meðal nýjunga í iOS 5 er iMessage, sem gerir notendum kleift að senda frí skilaboð á milli iPhone, iPad eða iPod touch sem eru með iOS 5 uppsett. iMessage er ekki sjálfstætt forrit, heldur er innlimað í Messages (SMS-forritið).

iPhone eigendur með iOS 5 uppsett geta þó með mjög auðveldum hætti séð hvort þeir eru að skrifa SMS-skilaboð eða iMessage-skilaboð eftir því hvernig Send takkinn er á litinn og hvað birtist í textareitnum áður en nokkur texti er skrifaður, sbr. dæmi á eftirfarandi mynd:

Chrome: Nú þarftu ekki lengur að fara inn á Já.is til að senda SMS af netinu, því viðbót fyrir Google Chrome hefur staðið okkur Íslendingum (og raunar útlendingum líka ef út í það er farið) sem einfaldar þetta til muna.

Uppsetning er sáraeinföld. Setjið upp viðbótina og takið svo eftir Já.is merkinu sem birtist hægra megin við veffangsstikuna (e. address bar). Það er hann stebbix sem á heiðurinn að þessari ágætu viðbót, sem er ekkert nema snilld.