Bandaríska tæknifyrirtækið Hewlett Packard kynnti nýlega fyrstu Android afurð fyrirtækisins, spjaldtölvuna HP Slate 7.
Áætlað er að tölvan muni koma á Bandaríkjamarkað í apríl næstkomandi.
Bandaríska tæknifyrirtækið Hewlett Packard kynnti nýlega fyrstu Android afurð fyrirtækisins, spjaldtölvuna HP Slate 7.
Áætlað er að tölvan muni koma á Bandaríkjamarkað í apríl næstkomandi.
Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.
Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.
Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.