Vodafone kynnti í dag nýja þjónustuleið yfir ljósleiðara, þar sem neytendum gefst kostur á að fá 500 Mb/s tengingu með ótakmörkuðu…
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone mun setja streymiþjónustuna Vodafone PLAY í loftið á morgun, þar sem íslenskir neytendur fá ótakmarkaðan aðgang að úrvali myndefnis…
Sumarið 2007 gaf Apple út fyrstu útgáfu sína af iPhone snjallsímanum. Sumir hlógu að símanum, en viðtökurnar voru annars almennt góðar. Eitt er þó víst að frá útgáfu símans þá hefur hann farið sigurför um heiminn, og gjörbylti framleiðslu snjallsíma út um allan heim.
Rúmum sex árum síðar þá mun opinber sala á símanum hefjast hérlendis, en Vodafone, Nova og Síminn hafa náð samningum við Apple um að selja símann beint.
Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.
Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.
Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.
Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.
Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.
Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.
Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.
Hér koma stillingar fyrir Nova, Vodafone, Símann, Tal og Alterna. Ég held að ég sé þá alveg örugglega ekki að gleyma neinum: