

Windows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.