fbpx
Tag

YouTube

Browsing

Næstkomandi mánudag mun Google kynna nýja streymiþjónustu, YouTube Music Key, sem kemur til með að kosta 10 dollara á mánuði (og þá væntanlega 10 evrur/mán hérlendis miðað við verðlag á Spotify).

Áskrifendur þjónustunnar munu geta horft á tónlistarmyndbönd og hlustað á lög af YouTube án auglýsinga, og einnig haldið spilun áfram þótt símanum sé læst, ef notendur skipta yfir í annað forrit eða internettengingin rofnar.

Sérstakt YouTube forrit komið

Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.

YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit. 

Það er ekki svo galið í byrjun mánaðarins að líta yfir farinn veg og sjá vinsælustu auglýsingarnar á myndbandavefnum YouTube í febrúar. Vefmiðillinn Mashable tók saman vinsælustu auglýsingar febrúarmánaðar og birti þær á vef sínum. Það kemur eflaust fáum á óvart að hluti af þessum auglýsingum voru frumsýndar fyrir Super Bowl, sem fór fram 5. febrúar síðastliðinn.

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.

Turn Off The LightsFirefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.