fbpx

DropboxWindows og Dropbox: „Ýta á PrintScr. Fara í Start > All Programs > Accessories > Paint og smella á Edit > Paste (Ctrl+V). Vista mynd, bæta við sem viðhengi. Senda“. Þetta kom skýrlega fram í  leiðarvísi fyrr í vikunni um hvernig maður tekur skjáskot. Ef maður vill taka skjáskot og koma því frá sér til vina eða vandamanna þá tekur þessi aðferð lengri tíma en hún gæti tekið. Ef þú ert Dropbox notandi þá er til lausn við þessu sem einfaldar þetta ferli til muna (og ef þú ert ekki Dropbox notandi, þá skaltu kynna þér Dropbox, því Dropbox er æði).

Dropbox Screen Grabber er lítið forrit sem keyrir í bakgrunni í System Tray, og þegar þú tekur skjáskot þá vistar forritið myndina í Dropbox möppunni þinni oog afritar slóð myndarinnar á klemmuspjaldið (e. Clipboard), allt á minna en 5 sekúndum, þannig að eina sem þú þarft að gera er að líma (e. paste) slóðina til þess sem þú vilt senda myndina.

Dropbox Screen Grabber virkar á Windows XP, Windows Vista og Windows 7.

Dropbox Screen Grabber

Avatar photo
Author

Write A Comment