fbpx

Mac/Windows/iOS: 1Password er gríðarlega öflugt forrit sem gerir notendum kleift að halda utan lykilorðin sín með einföldum og þægilegum hætti. Forritin eru þróuð af kanadíska fyrirtækinu AgileBits, sem einbeitir sér einkum að gerð 1Password, en gefur einnig út forritið Knox.

Undanfarna mánuði hafa bæði íslensk og erlend lent í árásum hakkara (Vodafone) eða orðið vör við öryggisgalla (sbr. Heartbleed) sem veldur því að notendur þurfa að breyta lykilorðum sínum. Það getur oft verið snúið að breyta lykilorðum á mörgum síðum, en með 1Password þá verður þetta verkefni talsvert auðveldara.

Almennt um lykilorð

Áður en lengra er haldið, þá viljum við benda notendum á nokkur lykilatriði við val á lykilorðum:

  • Ekki hafa sama lykilorð neins staðar. Alls ekki hafa sama lykilorð í tölvupóst, heimabanka, PayPal eða vefverslanir sem hafa greiðsluupplýsingar, og gætu valdið þér fjártjóni ef notandaupplýsingar þínar komast í hendur óprúttinna aðila.
  • Reyndu að hafa lykilorðið þitt langt. Eins og þessi XKCD teiknimynd gefur til kynna, þá er lykilorð á borð við „correct-horse-battery-staple“ mun öruggara heldur en „Tr0ub4dor&3“, en samt einfalt að muna, þannig að það er

Hvernig hjálpar 1Password mér?

1Password gerir þér kleift að búa til örugg lykilorð og halda utan um þau í forritinu. Auk þess þá geturðu sett upp viðbætur fyrir alla helstu vafrana, þannig að ef þú hefur vistað lykilorðið þitt í 1Password þá þarftu bara að fara á innskráningarsíðu viðkomandi vefs, smella á 1Password táknið í vafranum þínum (eða slá inn litla flýtiskipun) og forritið sér um afganginn.

1Password - innskráning

Vistun lykilorða er einfalt ferli, sem þú getur gert í 1Password, en það sem við mælum með að notendur geri er að setja upp forritið og vafraviðbætur (sem er gert úr stillingum forritsins), og innskrá þig svo inn á vefina þína. Þá sprettur upp gluggi eins og á myndinni fyrir neðan og kannar hvort þú viljir vista lykilorðið.

1Password - Vista lykilorð

Í forritinu hefur notandinn góða yfirsýn yfir vistuð lykilorð og getur flokkað þau í stafrófsröð, dagsetningu o.fl.

1Password - aðalvalmynd

Þegar óheppileg atvik eins og Vodafone lekinn eða Heartbleed öryggisgallinn eiga sér stað, þá er hægt að nýta Security Audit eiginleikann í 1Password, til að kanna hvort berskjölduð lykilorð séu í notkun á fleiri síðum og breytt þeim í snatri.

1Password - Security Audit

Hér að ofan hefur 1Password fyrir Mac verið gerð ágæt skil, en 1Password er einnig til á Windows og iOS. Sum iOS forrit virka betur með 1Password, en annars geta eigendur iOS tækja nýtt sér iPassword. Ef ætlunin er að nota 1Password á fleiri en einu stýrikerfi þá er hægt að setja samstilla (e. sync) örugga lykilorðaskrá forritsins annaðhvort yfir Wi-Fi tengingu eða með því að geyma skrána á Dropbox svæðinu þínu.

1Password er ekki ódýrt forrit. Mac/Windows útgáfurnar kosta $49,99 hvor (tæpar 5800 krónur miðað við núverandi gengi), en ef maður kaupir báðar útgáfurnar saman í pakka þá er verðið $69,99. iOS útgáfan kostar svo $17,99 (en er á tilboðsverði 2-3 sinnum á ári).

Write A Comment