fbpx

Nýr íslenskur tölvuleikur, Prismatica, hefur vakið athygli erlendis, en það er þrautaleikur hannaður af forritaranum Þórði Matthíassyni hjá Loomus Games.

Prismatica er þrautaleikur, sem er innblásin af hinum sígilda Rubik-kubbi og Sudoku spilinu, sem eru margir að góðu kunnugir. Leikurinn gengur út á að raða saman réttum litum á frekar flókin hátt sem minnir á Rubik-kubb en eins og gefur að skilja er það ekki eins einfalt og ætla mætti. Tónlistin í leiknum er gerð af Svarari Knúti tónlistarmanni. Reikna má með leiknum á iPhone/Android í lok sumars og fljótlega eftir það verður hann aðgengilegur á Windows og Mac einkatölvur. http://youtu.be/HDA3cV1e4bI Prismatica var nýlega tilnefndur sem besti væntanlegi leikurinn (e. best upcoming game) á International Mobile Gaming Awards, og síðar í vikunni mun Þórður kynna leikinn á tölvuleikjahátíðinnni Radius Festival í Lundúnaborg. Það eru stórtíðindi fyrir Prismatica og Loomus Games því það sem byrjaði sem áhugamál hjá Þórði gæti nú orðið að einhverju stærra og meira. Leikurinn hefur ekki bara komið Þórði og vinum hans á óvart heldur einnig tölvuleikjaspilurum úti í heimi og hefur leikurinn meðal annars komist í lokaúrtak A MAZE tölvuleikjaverðlaunnana og verið tilnefndur sem besti væntanlegi tölvuleikurinn 2014 á IMGA verðlaunahátíðinni sem haldin var í San Francisco fyrr á þessu áru.

Write A Comment