fbpx

Fyrir rúmum mánuði síðan þá kynnti Facebook til sögunnar Timeline, sem eru umtalsverðar breytingar á Facebook-síðum einstaklinga (hvort breytingarnar séu til bóta eða ekki er efni í aðra grein út af fyrir sig). Fyrirtækið tilkynnti að innan tíðar þá gætu notendur valið að nota Timeline, en ef þú vilt prófa Timeline í dag, lestu þá áfram.

Að neðan má sjá myndband sem sýnir Timeline í notkun. Kíkið á myndbandið, og ef ykkur líkar það sem þið sjáið, smellið þá á meira.


Fylgið eftirfarandi skrefum til að fá Facebook Timeline núna.
Skref 1:
Skráðu þig inn á Facebook

 

Skref 2:
Farðu í leitarstikuna efst og leitaðu að „Developer“. Veldu fyrstu leitarniðurstöðuna, sem er Facebook forrit gert af síðunni sjálfri.

 

Skref 3:
Farðu í Developer forritið.

 

Skref 4:
Veldu Create new app (eða Útbúa nýja viðbót ef þú ert með Facebook á íslensku). Enginn annar mun nokkurn tímann sjá þetta forrit, þannig að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Gildin í App Display Name og App Namespace skipta engu máli. Í þessu skrefi þarftu samt að staðfesta reikninginn með annaðhvort farsíma eða greiðslukorti.

 

Skref 5:
Þegar þú ert búinn að staðfesta reikninginn þinn (þ.e. ef þú þurftir þess) þá ættirðu að vera í stillingum á forritinu þínu. Vinstra megin á síðunni ætti að sjást valstiku (e. sidebar), og einn af flipunum þar er Open Graph. Smelltu á hann.

 

Skref 6:
Á Open Graph síðunni þarftu að segja hvað notendur forritsins (sem verða engir) geta gert með forritinu. Skrifaðu bara eitthvað, eins og t.d. create og map, og smelltu svo á Get Started (eða Byrjaðu).

 Facebook - Open Graph

 

Skref 7:
Smelltu svo á Save Changes and Next, tvisvar (ferð í gegnum síður með „create“ og „map“ ef þú notar þau gildi.

 

Skref 8:
Farðu í sturtu, fáðu þér kaffibolla, eða skemmtu þér með því að lesa einhverja af þessum greinum á síðunni, sem sýna þér m.a. hvernig þú spilar YouTube myndbönd í hinum vinsæla VLC Media Player,  hvernig þú horfir á Stöð 1 ókeypis í snjallsímum/spjaldtölvum eða hvaða iPad forrit þú þarft til að búa til breiðskífu.

 

Skref 9:

Ef nokkrar mínútur eru liðnar (betra að hafa öryggið á oddinum og bíða í 5-10 mín) þá skaltu fara forsíðuna á Facebook. Boð til að prófa Timeline ætti þá að bíða þín efst á skjánum.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment