Archived Book

Ef þér fannst skemmtilegt að laumast á Facebook eins og um Excel skjal væri að ræða þá gætirðu haft áhuga á Archived Book. Archived Book er lítið Facebook forrit sem gerir þér kleift að skoða gamlar stöðuuppfærslur, veggskilaboð, tengla og fleira með skemmtilegum hætti.

Ef þú vilt prófa þetta þá er nóg er að fara á síðuna þeirra, leyfa þeim að fá aðgang að Facebook reikningnum þegar þú ert innskráður (ekki jafn slæmt eins og það hljómar, án þessa leyfis þá hefur síðan ekkert gildi) og svo geturðu farið að skoða síðuna þína, eða síðu vina þinna með skemmtilegum hætti.

Archived Book

Ritstjórn
Author

Write A Comment